Ég skil ekki alveg tilganginn með “Ég ætla” liðnum hérna á huga samfélaginu. Ég meina það er ákveðinn liður sem sér um skoðanakannanir, af hverju þarf að vera annar svoleiðis liður þar sem menn segja álit sitt bara til þess að fá stig.
Spurning, er fólk virkilega heiðarlegt þegar það er að svara þessum lið? Þið getið alveg bókað það að mörgum er alveg nákvæmlega sama þó að þeir séu að eyðileggja könnunina.

Þessi liður fer ekkert sérstaklega í taugarnar á mér en mig langaði bara að athuga hvort fólki finndist hann þjóna sínum tilgangi.
Ætti að leggja hann niður?
Eða á að bæta við “Ég ætla ekki”?