Alltof mikið er um að fólk flakki um Huga og kasti skít í kringum sig. Persónulegar árásir og leiðindi er eitthvað sem við viljum held ég flest vera laus við.

Ein lausn gæti verið að koma upp kvörtunarhnappi á Notendaupplýsingasíðunni, þannig að ef þér finnst viðkomandi vera með óþarfa skítkast getur þú greitt honum ‘and’-kvæði.

Og þegar einhver er kominn með ákveðið mörg ‘and’-kvæði er viðkomandi settur í gjörgæslu, póstar viðkomandi skoðaðir og ákvörðun tekin í samræmi við það.

Ef vafi leikur á að notandi sé sá sem hann segist vera er hægt að senda honum Snail-Mail með viðeigandi texta og nýju lykilorði.

Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: