Hef tekið eftir að.. tja kommúnismi virðist vera næsta “tískustreymi” hjá “ungu kynslóðini” hef tekið eftir auglýsingum í svona blöðum þar sem bókabúðir auglýsa töskur með myndum af Che Guevara, armbönd, bolir hálsmenn, veit ekki hvað og hvað.

Er þetta ekki einum of? að setja svona pólitískt ívaf í svona mainstream flow.. Sá í dag stelpu… kannski 7-8 ára með rautt/svart armband með skuggamynd af Che… og það fyndna er að þau hafa ekki einu sinni hugmynd um hver hann er, hvað hann gerði efast meira að segja að þau viti að hann hafi verið til!

Gæti hugsast að kommúnistar séu bara að leggja undir sig næstu kynslóð? allir vita nú að börnin eru framtíðin, eru kommúnistar að búa sig undir eitthvað svaðalegt? eða er þetta bara svona vikutíska eins og pókémón?

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það fólk sem gengur í fötum með myndum af fólki sem að þeim finnst kúl… en vita svo ekki skít um hver hann er eða neitt um hann, myndi kalla það wannabe fan, að vera í einhverjum tónlistarbol (til dæmis) bara af því að það er vinsælasta hljómsveitin um þessar mundir, ekki af því að viðkomandi hlustar á hljómsveitina, heldur af því allir hinir gera það!

en já back to the point, hefur einhver annar tekið eftir því að 6-10 ára krakkar séu að klæða sig í svona Che Guevara föt, er ég sá eini sem finnst þetta tja… dálítið pirrandi?

ég er alevg viss um að það komi bolur með Davíði / Gísla marteini 2007..