Núna undanfarið hefur borið nokkuð á því að fólk sé að pirrast útaf því að hugi sé ekki jafn góður og hann var fyrir nokkrum árum. Sem er alveg satt. Það er miklu meira skítkast og miklu meiri leiðindi. Sumir segja að það sé bara þróun, aðrir kenna JReykdal um og enn aðrir kenna /sorp um. Hver sem ástæðan er, þá skiptir hún engu máli núna. Málið er dautt. Þetta er svona og þetta breytist ekkert nema þið hættið að væla.

Nú, í góðri trú minni (og aðallega vegna þess að ég hef ekkert að gera) hef ég ákveðið að setjast niður og skrifa niður nokkra punkta sem gott er að hafa í huga, ef menn ætla ekki að drepa þetta litla samfélag okkar. Þess má geta að ég veit ekki allt og er öllum velkomið að commenta, enda er þetta frjáls vefur. Eða svona hér um bil.


Þú klikkaðir á linkinn.
Ójá! Það er þér að kenna að þú sért að lesa þennan póst! Og engum öðrum! Því væri ágætt ef fólk myndi kannski drullast til að hætta að kenna öðru fólki um það. Korkar og greinar eru til þess að búa þá til. Svo eyðast þeir einhvern tíman… =( En kannski er heitið kjánalegt, en ef þú klikkar á alla kjánalega linka þá skipta þessar 20 sekúndur þig hvort eð er engu máli.


Þú móðgar mig, þannig ég móðga þig
Nei hættu nú alveg. Sko, í fyrsta lagi er tilgangur allflestra móðgana sá að móðga fólk. Ef einhver móðgar þig, þá væri sú ákvörðun að svara að sama bragði einhver sú versta sem um hugsast. Þá verður rifrildi, sem var einmitt tilgangurinn með upphaflegu móðguninni. Dæmi: Gaur no1: Þú ert asni! Gaur no2: Þú ert asni!! Og svo framvegis í marga daga. Væri ekki bara sniðugra að sleppa þessu? Þú ert hvort eð er bara einhverstaðar á internetinu. Svara td. “…” eða “ok” eða eitthvað álíka.


/SORP
Fólk virðist skiptast í þrjá hópa. Fólk sem hengur á /sorp, fólk sem hatar fólk á /sorp og fólk sem er nokkurn veginn alveg drullusama um fólk á /sorp. Well, ekki fýla ég þennan húmor sem viðgengst þarna, en eitt veit ég. Fólkið á /sorp á alveg jafnmikinn rétt á því að vera hérna og allir aðrir. Það er ekkert bara það fólk sem gerir leiðinlega korka eða drullar yfir annað fólk. Yfirleitt er þetta bara nokkuð kurteist fólk, bara örlítið vangefið, that's all. Ef að þessi endalausu tilgangslausu korkasvör sem dreifast í milljónum í hverjum einasta þræði fara í taugarnar á þér þá bendi ég þér á þetta. Kostar bara 2000 kall og þú getur skrollað niður heilu síðurnar á 4-5 sekúndum! Ansi magnað, ekki satt. En ég býst við því að flestir eigi svona. Notið þetta bara í staðinn fyrir að vera algjörir dickheads. En það er samt alveg rétt, fólkið á /sorp má alveg fara að slaka aðeins á…


Húmor
Engir tveir einstaklingar í heiminum hafa sama húmor. Ástæða þess er mismunur okkar allra og blablabla, ég nenni ekkert að fara að tala um eitthvað svoleiðis. En allavegana, ef einhver er að bögga þig, skoða svarið aðeins betur og vittu til hvort þetta hafi ekki bara verið smá djókur.


Ég er bestur!
Svona attitude er bara kjánalegt. Þú ert ekkert betri en hinir og að sama skapi eru hinir ekkert betri en þú. Það eiga allir jafn mikinn rétt á sér og allar skoðanir hafa jafn mikinn rétt á sér. Ef einhver hefur hins vegar bara plain rangt fyrir sér, þá verður þú miklu meira kúl (sumir pæla í þessu) í augum hans með því að leiðrétta hann kurteisilega, heldur en að öskra eitthvað “fáviti og fíbl geturu verið að vera svona heimskur” og vera kannski að flýta sér svo mikið svo þú sért sá fyrsti til að vita betur að gera kjánalega stafsetningarvillu sem kemur þannig út að alla halda að þú hafir sofið hjá Margréti Blöndal.



Held að þetta sé komið nóg í bili. Drullisti nú til að virða hvort annað og hættið þessum fávitaskap. Show respect, get respect.
indoubitably