úfff, ætlaði alltaf að skrifa um þetta hér á huga en komst ekki fyrr en nuna, hef ekki gáð að öðrum umræðum um þetta en hér kemur mín.

Eins og flestir sem horfa á sirkus og stöð 2 vita örugglega um þessa deilu milli Guðmundar í kvöldþættinum á sirkus og Barða í Bang Gang þar sem Barði gekk útur þættinum því umræður um hans tónlistarmál voru lokið að hans mati og var verið að spurja hann úti það hvort hann væri hommi.

svo kom í fréttablaðinu:

þeir hittust á Ölstofunni og Barði ýtti nokkrum sinnum við Guðmundi. og svo kom bjórglas úr þeirri átt sem Barði stóð, það er ekkert víst um að það hafi verið Barði og kannski rakst Guðmundur alltaf utan í Barða… þegar Barði átti að hafa ýtt við honum.. hver veit.

en það sem Guðmundur sagði um Barða

1. ,,Hann hefur kannski ofmetnast á því að syngja í einhverjum frönskum spurningarþáttum og útsetja cover lög,“

ok, Barði syngur líka á öðrum stöðum sem hægt er að ofmetnast á, reyndar er hægt að ofmetnast allstaðar. svo sem hann líka sín eigin lög (þótt ég viti að Guðmundir var ekki að segja hvað Barði gerir bara.)

2.,,Hann ætti kannski að rifja upp þáttinn sem hann var í sjálfur, Gnarrenburg, margir fengu bjánahrollinn þá. Barði eins og freðin ýsa, minnti dálítið á teletubbies,”

Barði var að reyna að vera eins og einhver asni. hann er það ekki.

3.,,Hann vildi ræða um tónlistina og hvernig hefði gengið að blanda saman ólíkum tónlistarstefnum, Svörin bentu til þess að hann væri ennþá á máltökuskeiðinu vegna þess að hann virtist eiga í erfiðleikum með að mynda fleiri en tvær setningar samfleytt,“

Barði var að vinna heima hjá sér og hafði lítinn tíma og vildi BARA tala um tónlistina en svo fór Guðmundur að tala um hvort Barði væri hommi.

4.”Guðmundir býður Barða hjartanlega Velkominn aftur í þáttinn og hann má ganga inn og út eins oft og hann vill enda hefur hann svo litla nærveru að það myndi enginn taka eftir því hvort sem er.

svo náðist ekki í Barða þrátt fyrir ítrekaðr tilraunir. (SÁ VÆGI SEM VITIÐ HEFUR MEIRA)

hvað finnst ykkur kæru hugarar um þetta mál?

þetta er byggt á fréttum úr fréttablaðinu og Stöð 2.
Toyota Corolla XLi MY96 (Gullmoli) ::project::