Ef það var enginn grínþáttur varðandi ADSL-tengingar og einhverja Jakoba í morgun þá vil ég kvarta:


Ég er fluttur í íbúð í Reykjavík og tóku fv. íbúar hússins með sér símanúmerið og slitu á ADSL-tenginguna. Jæja, í gær fór ég með mömmu til að sækja um þetta að nýju. Við fengum símanúmer, við fengum beini og okkur var sagt að ADSL-tengingin kæmi á næstu dögum, sem og heimasíminn. Við þurftum þarna að gefa upp símanúmerið hjá parinu sem bjó þarna á undan, sem reyndist ekkert mál með aðstoð símaskrár og númer íbúðarinnar. Ekkert mál.


Nú, svo er hringt í mömmu í morgun. Maður kynnir sig frá Símanum og spyr mömmu hvort hún hafi sótt um ADSL-tengingu og heimasíma í gær. Segir hann svo að símanúmerið sem við gáfum upp, hjá parinu sem bjó hérna, sé skráð á einhvern Jakob. Einnig segir hann að íbúðin sé skráð á einhvern Jakob. Sem er fáránlegt, því að við keyptum íbúðina af pari sem hét ekki Jakob og við vitum fyrir víst að þau keyptu íbúðina af konu fyrir 2-3 árum. Eitthvað virðist þessi maður vera ósveigjanlegur til að trúa öðru, þrátt fyrir að hann geti engan veginn sannað mál sitt. Þar sem við t.d. flettum upp í símaskránni til að finna númerið hjá parinu sem við keyptum íbúðina af þá er það nokkuð augljóst að þetta símanúmer er ekki skráð á einhvern Jakob.


Þess vegna held ég að þrátt fyrir að mamma haldi öðru fram, þá hafi þetta verið símahrekkur. Svona hrekkir tíðkast ekki hjá venjulegu fólki, ekki svo ég viti, aðeins hjá útvarpsstöðvum.


Ef svo líklega vill til að þetta hafi verið útvarpsþáttur, þá vil ég kvarta yfir því að þeir létu mömmu ekki vita að þetta hafi verið bull í þeim.


Ef þetta er í alvöru svona hjá Símanum, þá guð hjálpi okkur.