Jæja þannig er mál með vexti að ég og vinur minn ákváðum að fara út um nóttina í leyfisleysi, ég náttúrulega undir lögaldri mátti það ekki EN.

Ég fór út klukkan 4 um nóttina og dagurinn sem var að koma átti að vera skólasetning og rugl.

Það er eiginlega vegna þess vegna við gerðum þetta. Smá krydda uppá tilveruna. En svo kemur upp sú aðstaða að bróðir minn sem var að koma af sjónum kom heim um nóttina og ég vissi að hann myndi ekkert segja mömmu.

En svo gerist það að pabbi kemur klukkan hálf fimm um nóttina held ég, eða annaðhvort þá eða klukkan hálf sjö því hann var á viðskiptaferðalagi og átti ég ekkert von á honum. Og þessi bróðir minn sem var útá sjó var að fara sofa og sefur náttúrulega í mínu herbergi á dýnu.

Og ég held að pabbi hafi þá fylgt honum niður í herbergi eða eitthvað klukkan svona hálf sjö held ég. Og þeir sjá engan mig.

Og einmitt þá þá er ég heima hjá þessum vini og við erum bara að chilla eitthvað og þá hringir síminn og á honum stendur HEIMA með stórum stöfum.

Og mér brá ekkert smá og ég ákvað að svara ekki svo eftir að síminn var búinn að hringja fimm sinnum ákvað ég að svara vegna þess að ég og vinur minn ákáðum að segja að skólasetningin væri eftir smá stund og þá var klukkan rétt að skríða í áttuna og ég sagði að ég væri í skólanum.

Og þá byrjuðu þau að segja að þau hafi ekki séð mig klukkan hálf fimm en ég held að það sé kjaftæði annars væru þau búinn að hringja fyrr.

En ég reyni að koma með afsakanir eins og “ hann (vinur minn)hringdi og sagði að skólasetningin væri að fara byrja ” og svo halda þau áfram að segja “ hvar varstu , hvar varstu klukkan hálf fimm ” Þá sagði ég að ég hafi verið sofandi.

Ég er ekki búinn að hita þau í eigin persónu en mér langar að vita hvað ég á að gera til að sleppa úr þessu?