Ég veit ekkert hvort þetta er rétt vettvangurinn fyrir þetta vandamál en þannig er mál með vexti að eftir að ég er búinn að senda inn grein og vill senda inn aðra grein, er sú gamla ennþá inni í greinaglugganum, þótt að ég vilji senda inn grein á annað áhugamál. Þetta gerðist síðast í dag fyrir mig, gamla greinin var ennþá inni. Nú, hvað með það, ég strokaði hana bara út og skrifaði nýja grein, fyllti út í titil-gluggann og sendi, en fékk viðvörun um að ég hefði ekki fyllt út í allar eyðurnar (sem ég gerði). Ég fór þá bara til baka og ýtti bara aftur á “senda” og þá var allt í gúddí og greinin virtist hafa farið sína leið. Núna seinnipartinn var svo búið að samþykkja þessa grein mína, en hún lenti ekki áhugamálið sem ég stílaði á, heldur í áhugamál fyrri greinarinnar. Þetta hefur komið fyrir áður!!

Hvaða skýring er á þessu??

Resting Mind concerts