Mig langaði bara að benda á það sem ég lenti í þegar ég tók strætó seinast og reyndar fyrst í þessu nýja leiðarkerfi. Ég á heima í grafarvoginum og ætlaði á laugaveginn, tók því 16 og skipti í Ártúni í 15 og komst alla leið áfallalaust. En svo á heimleiðinni tók ég 15, og það voru nokkuð margir þarna inni og ég var búinn að kaup mér stand undir rafmagnspíanó þannig að ég þurfti helst tvö sæti og ég settist því bara næst fremst (fyrir aftan þennan stóra ógeðslega kassa dæmi rétt við fremsta innganginn). Ég fattaði það ekki fyrren eftirá að ég hafði ekki mikið útsýni þaðan þar sem þessi kassi var m.a. fyrir. Þannig að ég sá ekki hvenær við kæmum að Ártúni en svo næ ég að sjá að strætóbílstjórinn keyrir inn í Ártún og hægir aðeins á sér, þannig að ég hélt að það væri einhver að bíða eftir strætó þar og sleppti því að ýta á stopp takkann, en nei þegar ég var hálfnaður uppúr sætinu þá gaf hann í og brunaði í burtu… Ég hugsaði bara “ojæja, ætli ég fari ekki bara út á næstu stoppustöð” og þar skjátlaðist mér því næsta stoppistöð var í fudgein' mosfellsbæ! Ég þurfti því að bíða eftir því að taka hringinn þar og svo þegar ég loksins komst í Ártún aftur þá ætlaði ég uppá höfða og taka strætó þar (btw þá er ekki þægilegt að komast þangað, það vantar allveg einhvern göngustíg eða eitthvað). Ég komst svo uppá höfða en sá að skiptimiðinn var útrunninn og ég var ekki með neina miða eða klink á mér þannig að ég ætlaði í Snælandvideo sjoppuna og mér að undrunar var búið að loka búðinni og það blasti við mér fiskibúð og hárgreiðslustofa. Ég fór því bara yfir götuna og á kaffistofuna þar, þá var einhver gaur að kaupa sér mat og konan sem var að afgreiða fór bakvið til að búa það eitthvað til eða eitthvað álíka, þarna beið ég og loksins kom hún, ég keypti mér súkkulaðistykki og tók 220 kr yfir. Svo þegar ég sneri mér við til að fara aftur í strætóskýlið þá sé ég 16 keyra framhjá… Og þið getið rétt ýmindað ykkur hvað það tók mig langann tíma að komast aftur heim.

Auk þess vil ég spurja, afhverju í andskotanum stoppa strætóbílstjórarnir alltaf einhversstaðar og bíða bara? Á þetta kerfi að vera svona svakalegt að þeir eru alltaf á undan áætlun? Meira að segja þegar ég var að fara í 16 að Ártúni þá stoppaði bílstjórinn, labbaði út, hringdi í einhvern dúdda og fékk sér smók og kom svo loksins aftur inn eftir c.a. 5 - 10 mínútur.

Þetta kerfi er bara rugl og vitleysa, ég er ekki allveg að átta mig á þessu.
…djók