Getur mismunum af einhverju leiti talist réttlætanleg? Er hægt að mismuna jákvætt? Ég var að horfa á fréttaþáttinn 60 minutes um daginn þar sem rætt var um jákvæða mismunum er viðgengst í bandarískum skólum. Það virkar þannig að minnihlutahópar s.s. svertingjar, spænskumælandi eða allir sem ekki eru hvítir fá auka 20 stig í loka útreikningi úr framhaldsskóla. Ef nemandi sem tilheyrir minnihlutahóp er með einkunina 10 í öllu þá fær hann loka einkunina 12. En sá er tilheyrir ekki minnihlutahópnum fær bara 10, eða enginn auka 20%. Er þetta ekki hreinn rasismi að segja það að litað fólk þurfi að fá 20% aukalega ávið hvítan nemanda, er gengur í sama skóla og hlýtur þá væntanlega sömu kennslu.
Jákvæð mismunum er notuð víðar s.s. við ráðningar á vinnustöðum. Þá er það þannig ef tveir aðilar sækja um sama starfið en uppfylla báðir öll skilyrði, þá er vinnuveitendum skylt að ráða þann er tilheyrir minnihlutahóp. Er ekki hægt að segja það að allir ljóshærðir tilheyri minnihlutahóp.