Þetta er mjög svo góður korkur hjá þér. Ég verð þó að viðurkenna að ég var einu sinni einn af þessum “arrogant bastards” eða þröngsýnu fíflum. Hlustaði bara á rokk og ef það var eitthvað tengt rappi, hipp hoppi, electrónískri tónlist eða einhverju álíka þá var skitið á það. Núna hef ég það að markmiði að vera eins opinn og ég get. Ég hlusta þó aðalega á tilraunakennda tónlist, electróníska tónlist, rokk, grunge og metal og svolítið af alternative tónlist. Ég hlusta þó ekki mikið á rapp eða hipp hopp. Nema kannski Public Enemy og RATM. Málið er að ég skít ennþá yfir eina tegund “tónlistar”. tónlist sem ég tel ei tónlist. Það er sú tónlist sem er búin til með AÐEINS eitt í huga og það er að selja. Rappið og hipp hoppið og poppið hafa orðið illa út úr þessari þróun kapítalisma. (allt er gott í hófi, líka kapítalismi)
en þar sem tónlist er smekksatriði eins og þú sjálfur sagði. Og oftast þá er hver og einn með fyrirmyndir í tónlistinni sem hann upphefur í guðslíki. Þá er ekki skrýtið að fólk sé að rakka hvort annað niður í þessum málum alveg eins og í trúmálum. Við lifum ekki í fullkomnum heimi þótt það væri nú alveg ágætis tilbreyting.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson
þó svo að mainstream rapp (sérstaklega í usa) virðist ganga bara út á það að selja, þá er það ekkert endilega þannig.
eina þekkingin sem fólk (sem fýlar þetta ekki i botn) er af popptíví og FM.
en ef það myndi nú grafa sig á botninn og finna og fræðast um tiltekinn artista þá má vel vera að hann sé jafn real og flest allir aðrir, nema það að honum fannst ágætis summa að fá 100 milljónir fyrir að sitja í nike galla uppá stein og taka mynd af sér..
en að vísu eru alltaf, og í ÖLLUM tónlistar stefnum einhverjir sem selja sig út, rapp og r&b er bara vinsælastu tónlistastefnunar í dag þannig þið sjáið og heyrið ekkert nema þá sem selja sig út þar :;)
og svo má alls ekki alhæfa með þetta, eitt lag á popptívi og allt hiphop er glatað, það er bara þröngsýni og heimska..
0
eins og eg sagði… rapp og hip hop og popp hafa lent illa í þessari þróun og er þetta eiginlega að miklu leiti “sell out” en in á milli, ef maður grefur nógu djúpt er ennþá hægt að finna þessa dedicated og ekta tónlistamenn. Í hvaða tónlistastefnu sem er.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson
0