Núna undanfarið þá hef ég látið það fara í pirrurnar á mér hvað fólk þarf alltaf að skipta sér af einhverju sem það veit ekkert um.
Ég stunda dáldið að fara í ræktina og íþróttir og fæ ´mér þessvegna stundum fæðubótarefni til að ná þeim árangri sem ég sækist eftir.
En það fer greinilega í taugarnar á þessum gamlaskóla heilsufríkum. Maður fær komment annað skalgið “pff! ef þú villt verða stór og sterkur, fáðu þér þá bara gulrætur!” “Iss! þetta próteinduft gerir þér ekkert gott! einhverjir bölvaðir sterar! fáðu þér frekar lýsi á hverjum morgni og ég skal lofa þér því að þú verður sterkari!” … Já? Og það sést á ykkur? Öll voðalega sterk???

Svo eru líka þessar helvítis grænmetisætur sem segja að það er enginn tilgangur í því að borða kjöt, maðurinn átti aldrei að borða kjöt, bara lifa í trjánum og borða ávexti.
Halló? Þá vorum við heimskir litlir apar!
Eftir að við byrjuðum að borða kjöt þá urðum við gáfaðir apar og erum ennþá að þróast þar sem við fáum fleiri efni úr kjöti sem byggja upp heilann og líkamann.
Það er staðreynd að við þurfum ýmis efni úr kjöti til að geta lifað enda sér maður á fólki hvort það er búið að vera grænmetisætur lengi… En flestar grænmetisætur segja “ég borða bara hvítt kjöt” … Halló??? Afhverju að vera að standa í því að “bjarga heiminum” með því að sleppa því að borða kjöt, en borða samt fuglakjöt og fiska???

Svo eru þessi heilsufrík sem lásu í einhverju blaði að maður fær krabbamein við að borða þetta, krabbamein við að borða ekki þetta… svo les það í næstu viku að þetta er alltíeinu gott GEGN krabbameini.
Það var td. verið að segj aað mjólk sé óholl fyrir einhverju síðan því að mjólk hefði verið ætluð fyrir kálfa til að byggja sig upp til að þeir geti stækkað margfallt á stuttum tíma, en ekki menn. Þetta er það fáránlegasta sem ég hef heyrt lengi.
Það er alltaf verið að segja að maður eigi að drekka 2 mjólkurglös á dag, alla ævi og eitthvað til að koma í veg fyrir beinþynningu. Svo koma þessar útúrsýrðu grænmetisætur og segja að mjólk skapi beinþynningu. Ha? Vinur minn drekkur aldrei mjólk né mjólkurvörur og hann fékk beinþynningu. Ég drekk mikla mjólk og ég hef aldrei brotnað (7913) Þótt ég hafi stundað fótbollta, bardagaíþróttir ofl.

En já, ég varð aðeins að létta á mér.