Ég var að kaupa notaða ferðatölvu af vini mínum fyrir 2 dögum. Ég stakk henni í samband, setti windows upp og svona en eftir nokkurn tíma tók ég eftir því að spennubreytirinn var farinn að hitna óeðlilega mikið. Fyrst datt mér í hug að þetta væri bara eðlilegt en síðan sló út. Þá ákvað ég að bera þetta saman við ferðatölvuna sem að bróðir minn á og ekki hitnaði spennubreytirinn jafn mikið. Síðan fór ég til Húsavíkur til frænda míns í afmæli og hann sagði nú að þetta væri nú nokkuð óeðlilegt. Þegar ég kom heim prófaði ég að setja hana í samband aftur og tók eftir rauðu ljósi þegar ég setti hana í samband. Þá prófaði ég annan spennubreyti sem að er í lagi en aftur kom rauða ljósið. Þannig að ég formattaði tölvuna, pakkaði henni saman og hringdi í vin minn og sagði honum að tölvan væri eitthvað biluð. Hann sagðist vilja koma og skoða þetta og ég samþykkti það.

Síðan talaði ég við móður mína og hún sagði hún skyldi bara tala við hann og ég fór í sturtu á meðan þar sem mér þótti óþægilegt að segja honum að tölvan væri biluð og ég vildi skila henni. Síðan sagði hún mér að hann hefði verið mjög reiður og hann hefði fullyrt það að tölvan hefði verið í lagi og hún hefði greinilega bilað hjá mér. En auðvitað var hún biluð þar sem að henni sló út daginn sem ég fékk hana. Núna er ég mjög líklega búinn að missa góðan vin útaf þrjósku hans og þessari helvítis ferðatölvu.
Endilega segið ykkar álit.