Ég vil taka það fram að þetta nýja útlit á huga er hreint ömurlegt, ekki bara útlitið heldur þegar maður “vafrar” um, t.d. áðan skráði vinur minn sig inn og gat það alveg, svo skráði ég hann út og fór að gera eitthvað.. backaði og þá var í ég kominn yfir í hans notendanafn. Svo sést bara í 3 fyrstu áhugamálin í hverjum flokki, ég get ekkert séð hvort það sé komið nýtt inná þennan flokk eða þannig lagað. Svo er þetta efsta (egó, póstur) það er alltof lítið og óáberandi, ekki það að það sé betra að það sé of áberandi en við vorum að leita að innskráningunni og það, fundum þetta ekki..

Þetta er líka ekki nógu skipulagt, ég get ekki nefnt nein dæmi, bara svona sé það einhvern veginn, eða jú það er eitt dæmi sem ég veit um, auglýsingarnar eru svona uppi til hægri inní öllum áhugamálunm þarm, ekkert big deal en samt..

ég tala kannski fyrir hönd annara, en miðað við könnunina á forsíðunni þá munar 1% á “komið með gamla huga” og “frábær”, ég valdi allaveganna “komið með gamla huga”..

Mér brá rosalega þegar ég kom inná síðunna, kom hér fyrr í dag, þá var bara svona nýr netþjónn í mótun, vinsamlegast… og ég hélt að þetta væri bara svona að gera hann hraðvirkari/þægilegri og svona.. en neinei.. bara gjörbreytt og forljótt útlit.


En ég ætla ekkert að vera heimta gamla huga ef meirihlutinn verður ánægður með hann, mig langaði bara að deila þessum tilfinningum með ykkur ;)


sigzi