Ég er bara 24 ára gamall en hafa unglingar virkilega versnað síðan ég var unglingur?

Ég vinn í verslun staðsettri inn í lítilli verslunarkeðju, þá oft á kvöldin og um helgar. Unglingar hvefisins sennilega 8-10 bekkingar (ég sé engann mun á þessu lengur) virðast halda að verslunarmiðstöðin sé félagsmiðstöð svo oft erum við að tala um heilu bekkina sem hanga þarna heilu kvöldin (eiga þau ekkert líf?). Mér er svosem alveg sama þó þau sitji þarna og spjalli saman en vandinn er að krakkahelvítinn eru oft að angra viðskiptavini búðarinnar, sníkjandi peninga og jafnvel stundandi það sem kallast að “pikka fight” niðri í bæ. Fullorðnar konur koma til mín og segja mér að þær hafi verið kallaðar hórur og tussur þegar þær gengu inn í verslunarmiðstöðina. Það fyndna og sorglega við þetta er að þessir aumingar velja sér fórnalömb, hraustir 20-30 ára karlar (sem væru líklegir til að svara fyrir sig) eru undantekningalaust látnir í friði en gamla fólkið? Þau lenda í þessum krökkum, jafnvel 70 ára gamla konur sem koma til með barnabarnið sitt til að kaupa nammi eru kallaðar mellur ef þær vilji ekki gefa þeim pening. Ég þarf varla að minnast á það að þetta bögg byrjar ekki fyrr en krakkarnir hafa náð ákveðnum fjölda.

Ég verða að læsa klósettunum sem fyrst því ef þau komast þangað inn brjóta þau klósettskálarnar, skrúfa frá öllum vöskum og jafnvel skíta á gólfið…. eru þau vangefin?

Eru unglingar verri en áður eða er ég bara óheppin með hverfi? Þeir sem hafa unnið þarna lengur segja mér að það komi nýr svona árgangur á hverju hausti. Minn árgangur var örugglega oft óþolandi, við héngum fyrir utan sjoppur en við létum ókunnuga í friði.

Svo hvað finnst ykkur.