Jæja.. Kom heim frá útlöndum fyrir 1 & 1/2 viku eða svo en allavega þá fórum við til útlanda og ætluðum að vera í 2 og hálfa viku.
Við ætluðum að byrja á því að vera hálfa viku í London og vera 2 vikur á spáni og fljúga með Iceland Express og Easy Jet…
Við vorum í London og það var Rosalega gaman svo flugum við til Spánar og vorum þar í 2 vikur eins og ætlast var til.
Og flugið okkar var sko frá Spáni og millilenda í London og fljúga þar heim..
Við vorum á flugvellinum á Spáni og biðum eftir Flugi…. Pabbi kíkti á Flugið okkar og það stóð að það væri búið að seinka því um 2 tíma (Útaf þrumuveðri í London)…
Við fórum og töluðum við konuna í upplýsingaborðinu en hún sagðist voða lítið geta gert.
Pabbi fór og fékk að tala við kallana á Iceland x-press og bað um að fá að seinka fluginu um einhvern tíma því við áttum náttúrlega að fá að fljúga með okkar flugi þannig að við gengum svolítið fyrir en kallarnir sögðust ekkert geta gert.
Við flugum með Easy Jet til London og Vonuðumst eftir að Fluginu hefði líka seinkað hjá x-press útaf veðrinu.
Þegar við lentum Hlupum við að borðinu eða því þar sem farangurinn kemur og Pabbi fór að tala við fólkið hjá Iceland express.
Svo þegar við voruum komin með farangurinn fundum við pabba og hann sagði okkur að á meðan við hefðum verið að lenda þá hefði okkar(Iceland express) verið að fara í loftið og við þurftum að bíða þarna í 15 tíma:P
pabbi og ég sofnuðum en ég svaf á ferðatöskum í 4 tíma og Bjarni sofnaði kanski í 15 eða svo mamma var eina sem sofnaði ekkert.
Þetta var rosalega skrítið.. Vera á flugvelli um nótt.. og ég var eiginlega svolítið hissa hvað var mikið fólk sem svaf þarna á næturnar:S:P
En við komumst svo heim, heil á húfi morguninn eftir ;)