Mörg svör hérna á huga á umræðum um hryðjuverkaárásina í London hafa sjokkerað mig svakalega. Þar er fólk að að tala um að enginn munur sé að þetta fólk deyji og offitum sjúklingum í U.S.A sem að deyja. Það segir þetta sé okkur að kenna og Írakstríðið sé ekkert skárra. Auðvitað er Írakstríðið óafsakanlegt og allveg hræðilegt að það skuli viðgangast en hvernig er hægt að afsaka árásir með því? Þessir íbúar í London sem að árásunum var beint að tóku ekki þátt í stríðinu og samkvæmt skoðanakönnunum voru þó nokkuð margir á móti því. Svona róttækar aðgerðir, ódæðisverk eða bara einfaldlega svona ógeð eins og mér finnst lísa þessu best brýtur niður stuðning við þessi Arabalönd.

Mig langar að pósta hér svari sem að ég svaraði á einum kork um þessi hryðjuverk bara því að mér fannst það svo passa bara beint inní almenna umræðu um þetta.

“Þetta er fólk er að deyja af völdum manna sem eru móti öllu sem að hinn vestræni heimur stendur fyrir, lýðveldi, trúfrelsi, málfrels og í rauninni öllum siðum og gildum okkar menningar.

Þú ert skotmark allveg eins og ég, allir almennir borgarar í hinum vestræna heimi eru skotmörk. Það er okkar að sína samtöðu með þeim sem verða fórnarlömb. Það er okkar sem Evrópubúa að segja hingað og ekki lengra. Það er okkar sem Evrópubúa að tala við þessi ógeð á eina tungumálinu sem að þeir skilja, ofbeldi.

Mundu bara að frelsið er ekki ókeypis, sjálfsagt né mannréttindi það er áunnin forréttindi!”

Munum svo að hugsa aðeins um það sem að við segjum því að við gætum þurft að bera ábyrgð á því seinna.