Ég varð ekkert smáfúl útí þessa stórlaxa í olíufélugunum þegar okkur landsmönnum var tilkynnt að þeir voru búnir að skipuleggja verðhækkun á bensín/díselkostnaðinum um þetta leiti í sumar.

Ég meina, þeir eru nýbúnir að vera að stela af okkur þjóðinni, urðu ekki reknir því að þeir báðu þjóðinni afsökunar (nema borgarstjórinn sagði af sér sem borgarstjóri með skömm í hattinum). Svo byrja þeir á þessu aftur! Ætla þeir aldrei að læra af þessu?

Hjá Orkunni er bensínið komið um 107,8 kr líterinn og dísillinn á 55,8 (samkvæmt orkunni á Selfossi).
Og á morgun verður dísillinn kominn á svipað verð og bensín því að búið er að fella niður þungaskattinn. Núna eiga dísilbílaeigendur að borga almenn gjöld fyrir bílana sína.

Mér finnst þetta vera algjört rugl! Þetta hefur áhrif á ferðafárið í sumar. Ferðaþjónustur sem treysta á ferðmennina eru bara í öngum sínum yfir hvernig framhaldið verður!