-
Lækkum bensínið sjálf. - Það má reyna!!
Jæja góðir landsmenn þá er komið að því að sýna hversu megnug okkar litla þjóð getur verið þegar hún tekur sig til. Nú er svo komið fyrir að við erum farinn að borga meirihlutann af okkar launum í ELDSNEYTIS kostnað sem að er náttúrulega alveg óviðunandi ástand EN nú getum við sýnt hvað í okkur býr með því að hreinlega KNÝJA fram lækkun, við þurfum ekki ég endurtek EKKI að hætta að kaupa bensín og/eða olíu heldur hreinlega ÚTILOKA bara tvö af þessum þremur olíufélögum sem að við neyðumst til að versla af hér í landi. Þannig að frá og með þjóðhátíðardegi okkar þann 17 júni þá hættum við að versla við þessi 2 stóru olíufélög sem að eru OLÍUFÉLAGIÐ/ESSO og SKELJUNGUR/SHELL.Þetta kemur til með að neyða þessi fyrirtæki til að lækka bensínverðið því að við vitum jú að ekkert fyrirtæki getur gengið án innkomu,og við hættum þessum aðgerðum ekki fyrr en að þeir hafa lækkað bensínlítran af 95 oktana bensíni NIÐUR fyrir 95 krónur. Kæra þjóð við verðum að gera eitthvað í málunum og við getum það vel ef við sýnum samstöðu og þú sem að ert að lesa þetta bréf núna, áframsentu þetta til allra sem þú þekkir eða prentaðu þetta út og dreifðu þessu á þínum vinnustað eða gerðu bara allt sem í þínu valdi stendur til að sem flestir taki þátt í þessum aðgerðum. Munið bara að þegar þið keyrið framhjá næstu ESSO eða SHELL stöð að það er OLÍS eða ÓDÝRT BENSÍN einhversstaðar nálægt. Ekki hugsa þannig er þú lest þetta bréf að þetta sé ekki glæta og þetta muni aldrei ganga því að þetta gengur upp ef að þú kæri íslendingur vilt það nógu mikið. Það skal tekið fram að þetta bréf kemur ekki frá OLÍS mönnum því að þeir neyðast líka til að lækka þegar þar að kemur,þeir urðu einfaldlega fyrir valinu með því að kasta upp íslensku KRÓNUNNI.
Með von um góða samstöðu.
ÍSLENSKUR RÍKISBORGARI.
-<br><br>Kv.
Skhyle
