Jæja, eins og á hverjum degi þá keyrði ég uppí hesthús og var þar í 2-3 tíma, en hvað um það.
Á leiðinni heim keyrði ég inn í götuna þar sem ég á heima og sé lítinn kettling liggjandi á götunni, ég fer úr bílnum og athuga hvort það er ekki allt í lagi með hann.
Þegar ég kem að honum var hann allur blóðugur í framan, svolítill blóðpollur í kringum hann sem hafði lekið dálitla leið útaf rigningunni, hann var örugglega ekki mjög gamall, svona 4-5 mánaða giska ég.
Hvítur og með gráum flekkjum.
Það sem mér finnst viðbjóðslegt við þetta er að sá/sú sem gerði þetta hefur augljóslega bara keyrt í burtu og ekki látið neinn vita, verðskuldar ekki lítill og saklaus kettlingur aðeins meiri virðingu heldur en að keyra bara í burtu?
Ef ég hefði óvart keyrt á hann þá hefði ég mjög líklega labba í næstu hús og athuga hvort einhver ætti hann og láta þá vita, en greinilega vildi þessi manneskja láta hann liggja í rigningunni, dáinn.

Sumum mun finnast þetta bara bull en mér finnst það asnalegt hvernig sumir líta á þetta sem ekki neitt og keyra bara í burtu.

Hugsið 2svar áður en þið ákveðið að keyra í burtu.