Ég horfði á Texas Chainsaw Massacre með vini mínum og við vorum ein heima. Svo fór hann heim og ég fór að sofa. Næsta morgun vaknaði ég við að gaurinn við hliðina á mér var að slá garðinn og hljóðin í sláttuvélinni eru nákvæmlega eins og í vélsög. Ég trylltist af hræðslu og datt út úr rúminu og það var VONT því að gólfið hjá mér er allt í drasli.