Vonda kvöldið.

Ég legg það ekki í vana minn að skrifa í nöldur, en ég er bara svo hræðilega pirruð núna.
Málið er að ég var á Dýragarðssaga í Húsinu (Akureyri).
Gott leikrit, góðir leikarar en nöldið er nú heldur ekki um það.

Í dag þegar ég var hjá vinkonu minni losnaði skrúfan í gleraugunum mínum og glerið datt úr.
Ég setti það aftur í og skrúfaði lauslega en gleymdi því náttúrulega um leið og ég kom heim að laga það betur.
Jæja, svo fór ég í Húsið og allt í einu í miðri sýningu losnar skrúfan aftur og ég rétt næ að grípa hana og glerið.
Set skrúfuna í vasan en næ að missa glerið í gólfið undir áhorfendapallana
(Sýningin var á gólfinu og áhorfendapallarnir á sviðinu, nenni ekki að útskýra betur)

Ég reyndar, eða frekar pabbi, náði í glerið aftur en skrúfan er týnd, ég gleraugnalaus, pirruð og með dúndrandi hausverk.
Þarf að mæta í vinnuna á morgun kl.8, vinn á leikskóla útaf andskotans ofnæmi eins og það geri hlutina betri!

ugh.