Ég er ekki hingað kominn til að væla yfir einhverju smámunum en ég sá samt ástæðu fyrir að gera þennan kork á nöldrinu.

Málið er að mig langar til að kvarta yfir því hversu lengi tekur að afgreiða innsendar greinar og kannanir. Af hverju í ósköpunum er svona löng bið á að ný grein byrtist hér á huga.is núna?

Til dæmis er ég búinn að senda tvær kannanir sem ég gerði fyrir þremur vikum og eina grein sem ég gerði fyrir 1 mánuð síðar. Venjulega fékk maður svar til baka á sömu viku og maður sendi inn greinar og kannanir. En nú virðist maður þurfa að bíða ansi lengi eftir því að fá að vita hvort greinin hafi verið samþykt eða ósamþykt.

Ég bara spyr. Hvað er í gangi?

Eru allir umsjónarmenn huga.is í fríi núna?