Jæja, þá var maður að kynnast í gærkvöldi vinnubrögðunum þeirra.
Þegar uppi var staðið þá seinkaði vélinni um 4 tíma, útaf seinagangi starfsmannana sem voru á flugvellinum á ítalíu.
Ég byrjaði á því að fara í check-in röð þarna.. hún gekk óhóflega hægt fyrir sig, þetta var ein flugvél með 3 check in raðir, en auðvitað voru þetta allt íslendingar, þannig að það myndaðist svokölluð “ruðningsröð”
Hvað um það þá beið ég víst í þessari blessuðu röð í 2 tíma, og var langt frá því að vera seinasti þarna í röðinni.
Þegar ég kom að borðinu, þá sá ég konuna pikka með EINN putta á lyklaborðið og var að leita af stöfunum á því.
Og auðvitað klappaði röðin alltaf þegar einhver náði að klára check in-ið sitt!:D
Jújú, auðvitað þurfti að seinka vélinni útaf þessu því að það var langt í það að vélin átti að fara af stað og check in-ið var opnað.
Svo beið maður eftir restinni í mjög langann tíma, ég var ekki á klukkunni, en þetta var virkilega langur tími.
Svo var öllum smalað útí rútu þar sem þeir áttu að keyra menn að flugvélinni.
Það var alveg pakkað þarna inni, og ekki smá sveitt, fullt af litlum börnum, dauðþreytt sem maður vorkenndi. En svo eftir hálftíma kemur rútubílstjórinn hlaupandi, alltof seinn, en hann kveikir á rútunni og keyrir ekki nema 15 metra, rétt fyrir framan hornið á húsinu! Það sprungu allir úr hlátri í rútunni og auðvitað var klappað vel fyrir rútubílstjóranum! :D
Svona snilldarflugfélagi hef ég ekki kynnst, ég fór í hláturskasti útí flugvél, og ég hef aldrei skemmt mér eins vel að vera útá flugvelli.