Sælir kæru Hugarar;o)
Ég verð að segja að mér hefur alls ekki liðið vel með þetta undarlega ástand sem hefur skapast á huga undanfarið.

Ég hef haga mér kjánalega og heimskulega í sumum tilsvörum og hef látið tilfinningar mínar bera mig ofurliði í sumum mótsvörum til ykkar. Sumir sögðu að ég hefði misst börnin á tímabili en svo var aldrei staðan. Barnsmóðir mín sem er mjög veik hefur reynt allt til að skemma fyrir að mér takist sem skildi að ala þau upp.
Ég þurfti því miður að fara dómstólaleiðinna fyri 2 árum til að ná forræði barna minna þrátt fyrir að Barnavernd Reykjavíkur hafi skipað mig sem þeirra eina tilsjónarmanns.

Ég geng vissulega ekki heill til skógar og eins og sumir hafa orðað svo skemmtilega að ég væri komin over the edge. En eins og sagt var við mig þú ert búin að vera í fremstu víglínu í meira en 3 ár með að vernda velferð barna þinna og eitthvað hlítur undan að láta á endanum.
Ég er ekki geðveikur hehehe;o) bara normal maður undir miklu álagi og geri FULLT af mistökum.
En ég ætla ekki að hafa þetta einhverja langloku hér heldur frekar að gera grein um andlega vellíðan hjá fólki undir miklu álagi einhvern tímann.

Þetta er minn uppáhaldsvefur og þið hafið gefið mér svo mikið hugrekki og hrós undanfarna mánuði fyrir greinarnar mínar, og það er ég ykkur svo þakklátur fyrir.

Þess vegna bið ég ykkur öll afsökunar á framferði mínu hér, og þessi reynsla hefur kent mér það að slaka aðeins á í svörum og orða þau betur og að varkárni.

ÞETTA er Besti vefur landsins! Og ég elska hann.

Kær og innileg Kveðja,
Lecte