veit ekki alveg hvar þessi grein á heima en ég ákvað bara að setja hana hingað ;)

þannig er það að vinkona mín kynnti mér fyrir vini hennar, hann var bara fínn gaur og allt það og við kynntumst og urðum bara nokkuð góðir vinir, en svo fór hún að “hata” hann (nokkuð sterkt orð en ég fann ekkert betra) og skildi ekki afhverju ég var alltaf að umgangast hann og að hann væri svo leiðilegur og merkilegur með sig og eitthvað blablabla, síðan fór hann að tala um þetta við mig því hann skildi ekki afhverju þessu stelpa sem hafði alltaf verið svo næs, væri bara farin að hunsa hann svona alltaf, ég gat ekkert sagt, nema bara að hún væri orðin eitthvað skrítinn, meina varla gat ég sagt tjaa henni finnst þú bara leiðilegur, því satt að segja er þetta bara fínn strákur og ég vildi ekkert fara að draga hann niður,
En núna finnst mér alltaf eins og ég geti ekki sagt henni (og reyndar öllum hinum vinkonum mínum) að ég hafi verið að hanga með honum því þá verður hún bara eee akkru varstu ekki með mér ?, hún er ekki tík eða neitt ;) en getur verið svolítið dómhörð kannski. En já pointið með þessari grein á ég virkilega að þurfa að velja á milli? á ég að taka vinkonu mína “til margra ára” fram yfir þennan strák sem er reyndar orðin góður vinur minn ? eða bara dizza og gera það sem ég vil?….hmm?