Ég hef oft verið að velta fyrir mér að skipta frá símanum yfir í ogvodafone. Ég keypti mér samt nýjan síma í símanum (á rvk svæðinu - skiptir ekki hvar) Allavegana þá gerist það viku eftir að ég fjárfesti í símanum að skjárinn sýnir allt í einu bara litaklessur og ég get ekkert séð á skjáinn. Þetta gerist bara um dag og ég hef ekkert gert við símann annað en að hafa hann í vasanum og þegar þetti gerðist var hann bara á borði. Ég fer með hann í viðgerð og fæ ábyrgð á hann. Seinna fæ ég svo hringingu um að síminn taki ekki svona síma á ábyrgð og ég þurfi að borga 8.000 kr vilji ég gera við hann. Ég tek fram að það var ekki ein rispa á símanum og hann hefur greinilega gefið sig inn í og það hefur verið hönnunargalli. Þetta segi ég viðgerðarmanninum en hann vill ekkert hlusta á mig og endurtekur bara að ég hafi greinilega eyðilagt símann.. Ekki ennþá hef ég svarað manninum hvort hann eigi að henda bara nýja símanum mínum eða hvort ég ætli að borga viðgerð.
Mig langar svolítið að fara með þetta eitthvað lengra og láta þetta verða almenningi kunnugt því svona vinnubrögð eru skítleg. Ég tek það fram að þessi sími kostaði mig næstum allan minn pening þar sem ég er bara fátækur námsmaður.

Jæja, þá hef ég komið þessu frá mér. Vildi bara benda á þetta - þetta er ekki fyrirtæki sem ég vil skipta við í framtíðinni og hef látið vini mína og kunningja hiklaust vita af þessu og beðið þau um að hugsa vel áður en þau kaupa sér síma í símanum.

Með kveðju;
Exciting
Með bestu kveðju: