Já, ég fór semsé og tók bensín í gær hjá Orkunni. Kíki í heimabankann í morgun og þá tóku þeir 9000 krónur aukalega útaf kortinu mínu… Því ég valdi að fylla í staðinn fyrir fasta upphæð. Orkan segir að ég verði að bíða eftir að bankinn bakfæri þetta. Sem hún gat ekki sagt mér hvenær yrði. Á meðan er 9000 kallinn minn á reikningi hjá Orkunni að safna vöxtum þegar hann ætti að vera að gera slíkt á mínum reikningi!!

Ég veit að ég er að tala um aura hér en ég var líka að komast að öðru. Ef maður notar kreditkort til að fylla bílinn sinn þá gerist þetta líka, þ.e. Orkan tekur 9000 krónur aukalega af kortinu. En… þeir bakfæra það ekki fyrr en um mánaðarmót hef ég heyrt.

Spáiði síðan bara í því hversu margir fylla bílinn sinn á ári hverju, hversu margir 9000 kallar sitja inn á reikning hjá Orkunni í X marga daga áður en þeim er skilað.

Ég tók líka eftir því á sínum tíma, þegar ég þáði húsaleigubætur frá Reykjanesbæ, þegar fjármálin hjá bænum voru orðin slæm. Ég átti að fá húsaleigubæturnar 1. hvers mánaðar. Þeir voru farnir að draga þetta í 3., 4., 5. og jafnvel 6. undir lokin. Þetta hlýtur að hafa eitthvað að gera með vexti.