Paintball er geðveikt skemtilegur leikur sem ég var að prófa fyrir stuttu, hann er tilvalin fyrir skólaferðalög, óvissuferðir eða annað slígt.
Paintball er leikur þar sem tvö lið keppa um að skjóta á kvern annan með paintball bissum sem er mikið fjör. Ég mæli með að prófa þetta einkverntíman.

Svæðisreglur:
Leikmenn verða alltaf að bera hlífðargrímur inn á spilsvæðinu
Ekki má skjóta á leikmann er ber ekki hlífðargrímu inn á leikvellinum
Ekki má skjóta andstæðinginn viljandi fyrir ofan hálsmál
Merkibyssurnar skulu vera í þar til gerðum upphengjum á hvíldarsvæði
Engin líkamleg snerting er leyfileg
Alltaf skal hlusta á og fara eftir tilmælum leiðbeinanda (Marshall)
Aldrei skal setja aðra hluti en þá sem eru til þess ætlaðir í merkibyssurnar
Ef móða myndast í hlífðargrímum, hafið samband við leiðbeinanda og hann mun aðstoða ykkur. Aldrei ber að taka af sér grímuna nema að beiðni leiðbeinanda
Áfengi og önnur vímuefni eru stranglega bönnuð á leiksvæðinu

Leikreglur:
Í byrjun leiks færðu litað armband. Ekki skal skipta um armband nema að beiðni leiðbeinanda
Armböndin skulu vera vel sjáanleg og vera á upp handlegg
Þegar leikmaður er merktur úr leik, skal armbandið fjarlægt strax og borið yfir höfði á leið í hvíldarsvæði.
Er leikmaður er úr leik, skal hann fara styðstu leið í hvíldarsvæði. Öll merki og bendingar til hinna leikmannana á leið út af vellinum eru bönnuð.
Leikmaður eru úr leik ef hann merkist á einhvern stað á líkama eða tæki. Leikmaður er einungis úr leik ef að litboltinn springur og litar viðkomandi með litarefni.
Leikmaður er enn inn í leik ef viðkomandi er skotfæralaus eða bilunar gætir í tækjabúnaði. Það er leikmannsins að finna leiðbeinanda án þess að vera merktur. Einu skiptin sem ekki má skjóta á leikmenn er þegar meðsli koma upp eða hjálpar þarf við vegna andlitsgrímu
Leiðbeinandi dæmir um það hvort að annað liðið hefur náð sigri.
Leikmaður sem nær flaggi andstæðingsins má ekki afhenda það öðrum leikmanni.
Leikmenn þurfa að vera á sínum stað þangað til leiðbeinandi gefur merki um að leikur sé hafin.
Ekki skal nota móðgandi eða neikvætt orðalag inn á leikvellinum. Leikmenn skulu spila heiðarlega og sína íþróttamannslega framkomu í hvívetna.
Reykingar eru bannaðar inn á leikvellinum.
Leikmenn er brjóta leikreglur eða haga sér óskynsamlega, þurfa að yfirgefa leiksvæðið.

Verð:
Þetta kostar kr 2900 á mann og innifalið í því er:
· Leiga á camoflage galla
· Leiga á hlífðargrímu
· Leiga á skotbelti
· Leiga á loftkút og fylling á hann
· Leiga á byssu
· 100 skot
· Aðgangur að svæðinu í 2-3 klst með leik leiðbeinendum
·
Eftir það kosta hverjar 100 kúlur kr 990. Algengt er að hver leikmaður noti í kringum 300 kúlur á meðan spiltíma stendur. Takið því með ykkur aukapening. Gos og salgæti er einnig selt á svæðinu.
Á svæðinu eru 3 mismunandi vellir og spilaðir eru 8 leikir alls. Mismunandi strakedíur og leikjaafbrigði eru á hverjum velli fyrir sig og munu leiðbeinendur setja upp leikina fyrir ykkur og stjórna þeim.