Þið munið örugglega að fyrir nokkrum vikum var búðin Office 1 mikið að auglýsa verðlækkun á ýmsum erlendum tímaritum (m.a. Elle, Cosmopolitan og einhver bíla- og tölvublöð og þannig) Ég kíkti á þetta í Smáralind einu sinni. Sá fullt af blöðum sem ég hafði aldrei heyrt um og svo sá ég bunka af Cosmopolitan, en þau voru öll á FRÖNSKU! Hvaða &“#/%”&%#$ svindl er þetta? Búnir að auglýsa helling og svo eru blöðin ekki einu sinni á ensku! pf. Var einhver annar sem tók eftir þessu?
Allt sagt með hálfri virðingu.