Eins og allir vita er bíóverð viðurstyggilega hátt. En undanfarin misseri hafa bíóhúsin verið að bjóða uppá ýmsar sýningar á daginn og um helgar sem kosta bara 400 kr. Einnig hef ég fengið sent mikið af emailum þar sem mér er boðið frítt í bió eða miða á 400 kr.

Það er greinilegt að bíóhúsin eru aðeins að reyna að minnka þetta en ég vil að þau einfaldlega hætti þessum fjölmörgu 400 kr sýningum og lækki í staðin almenna verðið niður í 600-650 krónur.

Er ekki hægt að gera einhvern undirskriftalista og senda framkvæmdastjórum bíóanna.

Hvað finnst ykkur?