Djöfull er þetta leiðinlegur andskoti, var að lesa í DV að WHO teldu að hún hefði stökkbreyst nægilega mikið til að fara dreyfast milli manna og þeir vara við heimsfaraldri. 54 af 90 sem hafa smitast búnir að deyja og þeir telja að ca 30 milljónir muni veikjast og 17 milljónir deyja. En þetta eru víst bjartsýnis tölur og líklegt að þær verði hærri.

Er þetta rétt, þarf eitthvað að óttast eða eru dv að ýkja (vona það)?

Ef þetta er satt, hvað ætli það sé langt í að þetta komi til landsins? Í gær stóð í fréttablaðinu ef ég man rétt að veiran væri sennilega komin í fuglum nú þegar.