Æði þessa sumars er trampolín sem er búið að seljast í hundruðum… ég hef ekkert á móti trampolínum mér finnst þetta algjör snilld… það er til eitt sona stykki á mínu heimili… en málið er bara að það var í fréttunum að það væri búið að selja hundruðir af trampolínum en aðeins tugi af öryggisnetum!! HVAÐ ER AÐ FÓLKI!!!! við keyptum svona net… það kostar að vísu sitt en t.d. litla systir mín væri nú líklega á sjúkrahúsi ef við værum ekki með net, hún og hennar vinir skjótast á netið en slasast ekkert. Krakkar eru að fá alvarleg meiðsl við að fljúga af trampolíninu og minnimáttar meiðsl eins og puttabrot eða eikkað þegar maður er með net. Ég bara skil ekki hvernig foreldrar geta keypt þetta trampolín og ekki net!!! í europris kostar trampolín held ég 16000 og net 12000… þannig þetta er í kringum 30000 saman… af hverju kaupir fólk ekki net með???!!!???!!!!!
Ofurhugi og ofurmamma