Tilefni þessa korks er annar korkur sem ég las þar sem fullt af fólki var samankomið til að rakka einn hugara niður fyrir það að vera leiðinlegur og fyrir að spamma..

Það væri svosem allt gott og blessað ef þarna hefði ekki verið samankomið fullt af fólki sem hefur stundað þessa nákvæmlega sömu iðju síðustu misseri, þ.e. spamm og önnur almenn leiðinlegheit.

Sum þeirra gera það trekk í trekk að koma inní umræðu á korkum og greinum og eyðileggja alla umræðu með tali um allt frá garðáhöldum til forhúðarosts.

Ég svaraði nú einum þeirra á þessum þræði en hugsaði svo eftirá að þetta átti við fleiri á þessum þræði og við þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri….

“Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.”

Þar taka þetta til sín sem eiga það