Það ver einstaklega mikið í taugarnar á mér þegar fólk er að tala um hvað hnakkar séu að skemma allt, alla tónlist og hvað þessi hnakkavæðing er vitlaus. Tímarnir breytast og þá breytist allt heila klabbið með! ..Tónlist breytist! ..Fólk bara virðist ekki gera sér grein fyrir því eða sætta sig við það!

Þegar ég las kork hér áðan á nöldrinu um hvað einhverjir fm-hnakkar færu að taka eitthvað klassískt lag og útfæra það á sinn hátt, eða “skemma það” eins og margir hverjir vilja orða það! Það svona nokkurnvegin tjah, fékk mig til að halda að fólk væri fífl, eins og það vissulega er!

Hvað er að fólki? Lögleiða hnakkabrennur? ..Og talandi um það að “hnakkarnir” séu að stela tónlist og rústa henni! ..Þeir hljóta nú að hafa einhver leyfi fyrir þessu! ..Og já, það eru nú bara heelvíti margir sem fýla hana betur þannig! Það er enginn að neyða ykkur til að hlusta á þetta!

Svona hefur þetta bara þróast og ég held að sum ykkar þurfið bara aðeins að hugsa og sætta ykkur við það! ..Hvað haldiði að steinaldarmennirnir hefðu sagt ef þeir hefðu séð brauðristina! Og allt þetta! ..“Sjjiiitt þeir eru að skemma þetta allt!!!”

Guð minn almáttugur takk fyrir.