Hversu leiðinlegt er að vera handleggsbrotinn þegar þú æfir körfu, ert í skóla og þarft að taka samræmdu prófin og getur ekki skrifað, vera með gips frá hnúunum og upp að öxl, þurfa vera með gipsið í 6 mánuði!, geta ekki gert neitt sem maður þarf að nota kraftana með báðum (var að gera núðlusúpu og hún helltist yfir tærnar á mér og hún var brennandi heit :@), táfýla undir gipsinu, þurfa að fara í bað í staðinn fyrir sturtu með stól og púða til að leggja hendina á, ekki það að ég eigi kærustu og stundi kynlíf.. en ég gæti það samt ekki, og verst að öllu að vera mega-auli að hafa dottið á skellinörðu!!! Hversu óheppinn er ég???