Var eitthvað að dandalast inn á áhugamálinu Gullöldin, og rakst þar á nokkuð sem mér fannst í meira lagi áhugavert:

Notendanafn: Wappius
Aldur: 15
Hvað kveikti áhugann fyrir tónlistinni: Led Zeppelin, fyrsta hljómsveitin sem ég man eftir að hafa hlustað á.
Uppáhaldshljómsveit: Led Zeppelin
Uppáhaldsplata: The Wall, kemst alltaf í einhvern undarlegan fíling þegar ég set hana á fóninn.
Uppáhaldslag: Hið ódauðlega Stairway To Heaven með Led Zeppelin, einnig Eruption með Van Halen.
Uppáhaldshljóðfæraleikari: Jimi Hendrix
Uppáhaldstextabrot: ‘Father, yes son, I want to kill you Mother…I want to…fuck you’
Besta ímyndin: Jimmy Page
Flottasta sólóið: Eruption með Van Halen, Machine Gun með Jimi Hendrix og Maggot Brain með Funkadelic.
Hvaða tónlistarmaður ætti að rísa upp frá dauðum: Jimi Hendrix, þessi maður átti að lifa lengur, hann hefði getað breytt rokkinu enn meira.

Það lítur kannski út fyrir að Wappius sé með allt á hreinu þarna, en skyndilega er ‘Gullaldarmaðurinn’ farinn að sonna hugara hægri suður, og ef við skoðum umræðurnar á forsíðunni hérna undanfarna daga, og vitnum í undirskrift þessa týnda pilts, þá kemur glögglega í ljós að: “Wappius n Smokey got diz hugi shit on lock”

Sorglegt, vissulega, og neyðist maður til að spyrja sig: “Hvað í ósköpunum gerðist?”