Ég fékk miða á tónleikana í gegnum vin minn. Vinur pabba vinar míns sá um að selja þá og vinur minn pantaði eitthvað um 10 miða. Ég er náttúrulega hæstánægður með það en þetta er samt frekar ömurlegt.
Af hverju er lítið að selja 230 miða á Akureyri? Hvað búa margir á Akureyri? Eitthvað um 15000 manns. Það eru um 5% landsmanna. 230 miðar af 5500 eru um 4,5% miðanna. Það er væntanlega búist við því að fleiri höfuðborgarbúar fari á tónleika sem haldnir eru þar en landbyggðafólk, svo mér finnst þetta bara alveg nóg af miðum.