Ég að horfa á leik ÍBV gegn ÍR og heyrði íþróttafréttamanninn kalla yfir sig þegar að leikmaður hélt fast í handlegg andstæðings: Hann hangir á honum eins og servétta!

Hvað þýðir þetta? Furðulegt orðatiltæki sem ég kannast ekki við? Gerist það oft að fermingarskreytingar fjúki utan í fólk og hangi á þeim?

Rosalega eru íþróttafréttamenn duglegir við nýorðasmíð og ekkert smá orðhnyttnir í þokkabót.