VÁ!!! Ég vinn í afgreiðslustarfi og þarf þar af leiðandi að “díla” við fólk allan daginn… Flestir eru nú aldeilis ágætir og ekkert undan þeim að kvarta, en SUMT FÓLK OMG!!! T.d. kom inn maður áðan og hann var sko varla kominn með annan fótinn inn fyrir dyrnar þegar hann byrjaði að æsa sig. Málið var að hann hafði keypt hjá okkur hurð og skráinn (í hurðinni) var eitthvað öfug, þ.e.a.s. húnninn opnaðist upp en ekki niður. Svo hann vildi fá nýja skrá. Vandamálið var að þetta var sérsmíðuð skrá fyrir þessa tegund af hurð (og fylgdi með hurðinni)og þess vagna gat ég ekki látið hann fá hvernig skrá sem var í staðinn, en auðvitað fékk ég ekki að segja manninum þetta því hann gjörsamlega bilaðist, barði í borðið og öskraði á mig að hann vissi sko hvers konar samsæri þetta væri, við hefðum sko pillað réttu skrána úr hurðinni áður en við létum hann fá hana og sett þessa í (já!! einmitt, við dundum okkur við það að PILLA SKRÁR ÚR HURÐUM til þess eins að ergja viðskiptavinina!!)Ég er reyndar ólétt, komin 7 mánuði á leið, og kannski óþarflega viðkvæm, en maður tekur nú bara við takmarkað mikið af “hrauni” á dag. Stelpan sem sat með mér á kassa, fór að reyna að hringja í höfuðstöðvarnar til að fá botn í málið á meðan maðurinn öskraði og öskraði og konan hans með. Ég reyndi að róa þau bæði og sagði að það væri nú óþarfi að æsa sig svona, við myndum auðvitað gera allt til þess að leysa málið, en það var ekki um að tala. Maðurinn strunsaði inn í búð á meðan konan beið á meðan hin stelpan talaði við höfuðstöðvar. Ég (nú komin með tárin í augun) fór og fann mér sölumann í “hurðadeild” og spurði hann hvort hann myndi eftir þessum manni, hann hefði einu sinni fengið afgreidda vitlausa hurð og eitthvað. Eftir að hafa útskýrt fyrir sölumanninum hvað gekk á, tók hann í hendina á mér, leiddi mig til konunnar, tók skránna upp og sagði við konuna, taktu nú VEL eftir. Svo ýtti hann á lítinn takka og “smell” skráinn small til og snéri nú hinsegin! Þá var mér allri lokið! Konan var nú eins og fífl og kallaði á manninn sinn og sagði að nú hefðu þau sennilega gert ansi mikið mál og læti yfir einhverju sem ekkert mál var… Ég forðaði mér upp á kaffistofu, (fannst óþarfi að standa hálf grátandi fyrir framan viðskiptavinina) og beið þar þar til fólkið var farið (með skránna, sem snéri nú rétt!!) Þegar ég kom aftur niður í búð þá kom annar sölumaður til mín og sagði að áður en kallinn hafði lagt til atlögu við mig, hefði hann farið inn í sína deild, og heimtað að fá nýja ró á grillið sem hann hafði keypt hjá okkur því hann væri búinn að týna þessari sem fylgdi og það væri náttúrlega fáránlegt að ekki fylgdi auka-ró! vandamálið var að þessi gerð af róm fást ekki hjá okkur, því hún er mæld í tommum, en hjá okkur eru þær mældar í mm. Þessi ró var því ekki til, og auðvitað fór maðurinn á hliðina yfir því, kom svo til mín með fyrrgreindum afleiðingum.
Sko… Sumt fólk… VÁ! Ég held að hér með sé ég komin með ofnæmi fyrir fólki almennt og þarf að fara að leyta mér að nýju starfi þar sem ég get fengið stöðu við eitthvað þar sem fólki finnst það ekki stanslaust í rétti til að hrauna yfir mann að ástæðulausu…
I rest my case…
ps. sorry, VARÐ bara að fá að pirra mig yfir þessu við einhvern…