Ég var seint í gærkvöldi að skoða b2.is verð fórnalamb viðbjóðslegs hrekks sem fellst í því að fá fólk til að bregða(eða gamalt fólk fá hjartaáfall) “Hver er munurinn á myndunum” hét linkurinn og innihélt tvær myndir sem voru eins, ég fór að leita að einhverjum mismun þá eftir smá tíma kemur þetta rosalega öskur og mynd af einhverju skrímsli. Ég hoppaði nánast uppúr stólnum því ég bjóst alls ekki við þessu, hef lent í svona linkum áður, þar sem eitthvað tal er í bakgrunni afar lágt til að fá þig til að hækka volume-ið áður en öskrið kemur.
Djöfull hata ég þessa linka, marr er alltaf hálf smeykur að skoða svona linka núna :/