Ég ætla að vara ykkur hugara við að nota mikla kaldhæðni, ég notaði svo mikla kaldhæðni að enginn tekur mark á mér þegar ég segi að eitthvað sé fallegt, flott eða ljótt þannig að ég þarf eiginlega að segja að eitthvað sé ljótt ef það er fallegt.
Í hvert skipti sem ég ætla að vera góður, segi eitthvað fallegt eða eitthvað þá er því tekið sem móðgun en ef ég reyni að móðga einhvern og segi “djöfull er þetta ljótt pils” þá er sagt “hehe takk ;)” en ef ég segi “vá, fallegt pils” þá er sagt “þegiðu”.

Bara vara ykkur við. Hættum að nota kaldhæðni.