Blessuð öllsömul,
langaði bara að deila með ykkur ansi skemmtilegri en frekar furðulegri vitneskju sem ég rak augun í um daginn.

Spurningin er hvort pizzuát geti dregið úr myndun krabbameins?!??
Málið er það að nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tómatar innihalda efni (lycopene) sem talið er sporna við myndun, vöxt og fjölgun krabbameinsfrumna. Þetta þýðir að því fleiri tómata sem við borðum auk annara tómatvara, s.s. tómatsósur og aðrar niðursuðu tómatvörur, draga úr líkum á krabbameini!!!!
Og einhverra hluta vegna var í þessari grein sérstaklega talað um tómat-sósuna sem er á pizzum og endaði greinin á þessari líka flottu setningu “..so have a slice of pizza”

Þannig að notið og njótið þeir sem vilja!!