Ég var að lesa fyrir löngu að 25-30% af Íslandi hefði verið vaxið skógi um landnám… En núna, löngu löngu seinna, fór ég að pæla í því. 25-30%??? Ég hef rétt svo komið í Vaglarskóg (veit ekki hvernig þetta er skrifað) og finnst hann drullu stór.

Persónulega finnst mér þetta vera svakalega skrítið, ég veit ekki hvað jöklarnir þekja mikið af Íslandi, en að 25-30% sé skógur er pínu weird.
Ég veit að þetta er ekki skrítið þegar maður fer kanski til Argónazawitch í suður kína þar sem allt er þakið skóg og börnin deyja daglega úr hungri… En þetta er Ísland! Nú er ég byrjaður að ímynda mér hvernig landið er allt fullt í einhverjum trjám.

Hvernig gátu þessir brjáluðu víkingar höggvið allann skóginn á svona “stuttum” tíma? Ég vissi að þeir gerðu skip en að þurfa heilt helvítis land til að búa til nokkra báta og lítil hús… Sem voru meira að segja mörg úr steinum ofl.

Hvað finnst ykkur?

Ps. Ekki koma með eitthvað “Nú er ég búinn að missa álit á mannkyninu, þú gerðir stafsetningavillu!” “1000 ár er ekki stuttur tími.. fífl!” “Loqew í Afríku er þakið 99% trjám, allt hitt eru blóm” því mér er alveg sama :)