Ég asnaðist til að horfa á einn þátt af þessari hroðalegu vitleisu, og ég á ekki orð yfir vitleysisganginum. Álit mitt á þessum Heiðari Snirti var ekki gott og það hrundi allveg þegar ég sá þennann þátt.

Málið er það að þau (Heiðar og einhver kona sem ég man því miður ekki hvað heitir) fara í hús hjá allskonar fólki og takka til (hljómar ekki vel sem sjónvarpsefni). Jæja nú fóru þau á heimili sem einstæð kona býr í. Og var það greinilegt að konugreyið var einhverskonar sjúklingur og sá maður það á íbúðinni, það var vægast sagt viðbjóður.
Og að þau sem sjá um þennan þátt skulu voga sér að gera svona sjúkling sem á greinilega einhver geðræn vandamál að stríða að svona miklu fífli.

Ég sá í dv fyrir nokkrum árum konu sem hafði þá áráttu að safna heimilis sorpi inn í íbúð hjá sér. sú konna á veruleg geðræn vandamál að stríða, og það verður að hjálpa henni með læknis aðstoð og öllu tilheirandi. En það hjálpar henni ekki neitt að einhverjir snirtipinnar koma með kamerur og gera einhvern gamanþátt um hreingerningar.

Svo fór þessi Heiðar inn á klósett hjá konuni og á gólfinu var margra mánaðargamall hlandsteinn við klósettið. kemur hann með berar lúkurnar og þukklar á þessum viðbjóði (Ég sem er ekki mikill snirtipinn hefði ekki einu sinni getað komið við þetta í hönskum).
Ég vissi ekki að það væri svona ógeðslegt að vera snirtipinni.

En mér fannst þau fara langt yfir strikið í þessum fíflegangi og skrípalátum.