Oj hvað þetta er ljótt hjá Plúsinum. Fyrir þá sem ekki vita hvað Plúsinn er þá fær maður sent til sín t.d. skoðanakönnun, bókatilboð o.fl. og fyrir að svara póstinum getur maður unnið 20.000 kr. Ég var að fá póst frá þeim þar sem þeir spurja hvort maður vill vera heimsforeldri. Það er svona dóterí til að styrkja greyið litlu krílin í Afríki. En það voru svörin sem fóru virkilega í mig…Það voru 3 möguleikar…

1) Já takk, ég vil leggja mitt af mörkum með 1.000 kr. mánaðarlegu framlagi.

2) Ég er þegar heimsforeldri.

3) Nei takk, ég hef ekki áhuga.


djöfull er þetta sálrænt og nasty hjá þeim þetta seinasta svar….hvergi hægt að velja.. bara hrein og beint nei (t.d. vegna þess að maður á ekki peninga rétt í þessu) eða “vil ekki svara” heldur er bara hægt að velja Nei…ég hef ekki áhuga….juck….sálræna rugl!


Hvað finnst ykkur um svona?