Jæja, þá er Samfés söngkeppninni lokið og ég er bara virkilega sátt við úrslitin! Bólið, félagsmiðstöðin mín, var í 2. sæti :D og strákur úr Selinu vann keppnina með laginu Don’t worry, be happy! Mér fannst þetta frábært hjá stráknum sem vann, en það var samt miklu flottara í seinna skiptið og hann var miklu öruggari þá. Og sú sem söng fyrir okkur í Bólinu var náttúrulega alveg geðveik! Ég man samt ekki alveg hver var í 3. sæti… Einhver stelpa allavega.

Fyrir þá sem vilja hlusta m.a. á Selið og Bólið þá getiði farið á http://www.eyjar.is/felo/?p=100&offset=5 og þar er hægt að ná í lögin síðan úr undankeppninni hjá vesturlandi.

Hvernig fannst ykkur sem fóru? Vorðuði sátt við úrslitin? :)