Ég fór að spá eftir að hafa lesið korkinn hans Pess og séð hvað fólk var að segja.
Er maður félagskítur ef að maður er ekki eins og allir aðrir?
Sem dæmi: Ég drekk ekki, ég reyki ekki, ég hef engann áhuga á að fara í “partí” eða stórar unglingasamkomu og ég heng sjaldan úti með vinum mínum laaaaaaaaaangt fram á nótt.
En aftur á móti þá hef ég mitt eigið líf og geri það sem mér líkar.
Þannig að er ég félagskítur út af þessu, hefur eitthver rétt á að kalla mig það bara út af því að ég geri ekki suma hluti?

(ég er ekki að ræða bara um mig heldur allment, þannig að í skilgreiningunni ég þá er ég að tala um alla sem persónu)
Ég er búsettur í útlöndum (Svíþjóð) þannig að vinsamlegast fyrirgefið stafsetningarvillur.