Anyway, svona er málið.

Ég hef verið “surfa” aðeins á netinu þegar ég nenni ekki að sinna heimavinnu eða einhverju sem ég þarf að gera.

Oftar en ekki rekst ég bloggsíður hér og þar. Skoða ég þá síðuna frá a-ö (oftast) ef hún vekur áhuga og kvitta svo fyrir mig.
En oftar en ekki tek ég eftir að margir gera slíkt hið sama, nema hvað að þeir þurfa endilega að vera með einhver leiðindi! Segir eins og: “vá maður, léleg síða, hef sko séð þær betri” eða “er þetta ekki svolítið sorglegt” og ég gæti lengi talið.

Ef fólk ætlar á annað borð að tjá sig, gera það þá almennilega og bara sleppa þessum leiðinda “commentum”.

Jú, ég veit að það er ekkert mál að eyða þessu og gera það margir. Ég hef sem betur fer ekki lent í þessu ennþá!

En ég vildi bara vekja athygli á þessu og kannski bæta við að þetta er alveg rosalega algengt hérna inn á huga. Sama hvaða áhugamál það er…

Leiðist fólki svona rosalega eða er lífið þeirra ekki nógu skemmtilegt að þeir verða að draga aðra niður með sér eða finnst fólki bara gaman að “ögra” fólki eins og mér?

-Bugs