Hver hefur lent í því að skrifa ritgerðir um bækur sem þeir hafa ekkert gaman af og þjóna þeim engum tilgangi en auka leiðindi?

Ég hef lent í því! Það er ekkert verra en þegar kennarinn segir við mann að maður verði að lesa einhverja bók og gera svo ritgerð úr henni.

í mínu tilviki er það þannig að maður skrifar ritgerð úr bókinni án þess að hafa glósur á 60 min. Þurfti ég að fara á leikrit um bókina og var það ok ferð, en ekkert spes leikrit.

Bara það sem ég er að meina ömurlegt að fá ekki að velja bókina sjálfur og skila svo inn einhverri vel unni ritgerð. Þetta er bara fúlt, maður er með mismunandi áhugasvið!

P.S. Bókin heitir Híbýli Vindanna… og já er að fara skrifa ritgerðina á morgun! :(